Fyrstu viku strandveiða lauk í dag. Meðalverð á óslægðum þorski á fiskmörkuðum var 249 kr/kg á þessum fyrstu 4 dögum strandveiða í ár. Það er 20 kr hærra verð en fékkst á sama tímabili í fyrra. Þegar tekið er tillit til stöðu evrunnar gagnvart krónu er hækkunin milli ára um 14%.
Heildarmagn sem selt var á tímabilinu 3. – 6. maí var 655 tonn sem er veruleg aukning frá sama tíma [4. – 7. maí] í fyrra sem skilaði 438 tonnum.
Grafið sýnir magn og verð á fyrstu viku strandveiða 2021.