Sú vísa verður sjálfsagt aldrei of oft kveðin um hvað veðrið er öflugt stjórntæki við veiðar smábáta. Sóknardagar strandveiðibáta nú ár staðfesta þetta afar vel.
Í maí sl. tókst 135 bátum að ná 12 dögum til veiða á móti 41 í maí í fyrra. Þessu var svo öfugt farið nú í júní þegar 45 bátar náðu 12 róðrum á móti 155 í þeim mánuði 2020.
Nýting daga 2021 2020 maí með 12 daga 135 Bátar 41 Bátar júní með 12 daga 47 Bátar 155 Bátar maí – júní, 24 dagar 27 Bátar 33 Bátar
Elli SF aflahæstur
Aflahæstur strandveiðibáta er Elli SF frá Hornafirði með 24,8 tonn í 21 róðri. Að sögn Heiðars Erlingssonar skipstjóra var maí erfiður þá hvarf allur fiskur. Í júní hefur sjórinn lifnað við, komin síld og mikið af ufsa á slóðina. Þorskurinn farinn að taka, en á móti kæmi að veðrið í júní hefði ekki leyft marga róðra, endalaus suðvestan strekkingur.
Heiðar sagði útgerðina vera fjölskylduverkefni, þar sem tvítugur sonur hans Hafþór væri jafnframt að róa Ella SF.