Verðmæti afla 2010 – 131,3 milljarðar


Aflaverðmæti
ársins 2010 varð 13,7% hærra en árið 2009 skilaði.  Að venju bar þorskur höfuð og herðar yfir
aðrar tegundir með 44,6 milljarða sem er 34% af heildarverðmætinu.   Samanlagt aflaverðmæti þorsks og ýsu var 45,6%
af heildinni.

 

Meðalverð
á þorski milli ára hækkaði um 27,9%, var 250 kr/kg 2010, á móti 195 kr/kg 2009.  Ýsan hækkaði um tæpan fjórðung, meðalverð
hennar var 188 kr/kg 2009 en 235 kr/kg í fyrra.

 

 

Unnið
upp úr tölum frá Hagstofu Íslands