Meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt fram frumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Frumvarpið er byggt á áður fluttu frumvarpi matvælaráðherra frá 153. löggjafarþingi.
„Að frumkvæði meiri hluta atvinnuveganefndar er mál þetta flutt nær óbreytt. Þær breytingar sem meiri hlutinn gerir á frumvarpinu frá fyrra þingi eru þær sömu og meiri hlutinn lagði til á fyrra þingi að lokinni umfjöllun nefndarinnar, sbr. nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar um sama mál á þskj. 1989., segir í greinargerð.
Flutningsmenn eru
1. Þórarinn Ingi Pétursson 9. þm. NA, F2. Ásmundur Friðriksson 6. þm. SU, S3. Berglind Harpa Svavarsdóttir 6. þm. NA, S4. Hanna Katrín Friðriksson 8. þm. RS, V5. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir 3. þm. NV, F6. Orri Páll Jóhannsson 10. þm. RS, Vg7. Óli Björn Kárason 10. þm. SV, S