Vilja leigja 3.000 tonn af ýsu

Fram er komin breytingartillaga á Alþingi, frá Jóni Bjarnasyni og Atla Gíslasyni, við frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (stærðarmörk krókaaflamarksbáta og strandveiðar).  
Tillagan gengur út á að við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra hefði til ráðstöfunar á næstu tveimur fiskveiðiárum 3.000 tonn af ýsu. 
Heimildirnar yrðu leigðar til krókaaflamarksbáta gegnum Fiskistofa sem mundi innheimta kr. 180 fyrir hvert kíló.