Árborg – félag smábátaeigenda á Suðurlandi – hélt félagsfund fyrr í dag. Á fundinum var farið yfir helstu málefni smábátaeigenda. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun sem beint er til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
„Félagsfundur Árborgar, félags smábátaeigenda á Suðurlandi haldinn 17. apríl 2013 mótmælir harðlega banni á makrílveiðum í júnímánuði og einnig skiptingu veiðitímans í tvö tímabil eins og ákveðið hefur verið í reglugerð.Þessi atriði takmarka verulega möguleika þeirra báta sem veiða með krókum til makrílveiða við suðurströndina.