Viðskiptabanni hótað vegna makrílveiða

Jón Bjarnason fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur brugðist við dómi Hæstaréttar um hlutdeildarsetningu á makríl með grein á bloggsíðu sinni.
Jón rifjar upp þá stöðu sem við vorum í árið 2010 þegar ákveðið var að taka utan um skipulagningu og þróun makrílveiða, sem þá var líkt og nú ósamið um.
„Við stóðum í harðvítugum deilum við ESB um rétt okkar til markílveiða.  Og þessar útgerðir frekar en aðrir hefðu ekki fengið mikið í sinn hlut, ef ráðherra hefði ekki staðið fast á rétti Íslendinga til makrílveiða og staðið af sér m.a. hótanir
um viðskiptabann ef við héldum áfram veiðum á makríl.
IMG_3993_2.png
Jón harmar og er ósammála dómi Hæstaréttar um að dæma þær stjórnunaraðgerðir sem gripið var til árið 2011 ólöglegar.  Með því virðist Hæstiréttur „taka tímabundinn einkahag einstakra útgerða fram yfir þjóðarhag og almannahagsmuni.  
Að mati Jóns horfir rétturinn fram hjá markmiðum 1. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu’
„Reglugerðin sem sett var 2010 heimilaði smábátum, línubátum, frystiskipum og ísfiskbátum að komast inn í veiðar á makríl, þessari nýju fisktegund sem var að ganga inn á Íslandsmið. Þessir útgerðarflokkar hefðu annars verið útilokaðir frá makrílveiðunum.Dómur Hæstaréttar þýðir væntanlega að þessir útgerðahópar smábáta og minni skipa verði að skila veiðiheimildum sínum í makríl til þessara örfáu stóru uppsjávarskipa sem hafa sótt þetta mál til Hæstaréttar., ritar Jón.