Viðsnúningur í söltuðum grásleppuhrognum

Á fyrstu 9 mánuðum ársins er hefur útflutningsverð á söltuðum grásleppuhrognum hækkað um 9% miðað við sama tímabil í fyrra.  Þar er meðtalin breyting á meðalgengi evrunnar á þessum tíma.  Hér er um sérlega ánægjulegar fréttir að ræða þar sem verðið var komið niður fyrir öll skynsemismörk.
Því miður er ekki sömu sögu að segja um grásleppukavíarinn.  Þar virðist verðið enn vera á niðurleið.  Munar þar mestu um mikla verðlækkun á franska markaðinum, sem er stærstur markaðar fyrir grásleppukavíar.
Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og kavíars á fyrstu níu mánuðu ársins er 679 milljónir. 
Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands