Vonbrigði

Landssambandi smábátaeigenda hefur borist svar frá Matvælaráðuneytinu við erindi félagsins um hækkun á aflaviðmiðun í þorski um 4 000 tonn.
Svarið er eftirfarandi: 
„Vísað er til erindis Landssambands smábátaeigenda til matvælaráðherra, dags. 25. júní sl., þar sem farið er þess á leit við ráðherra að koma í veg fyrir stöðvun strandveiða með hækkun aflaviðmiða um 4.000 tonn. 

Öllum veiðiheimildum fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 hefur þegar verið ráðstafað, þ.m.t. til strandveiða. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að fallast á fyrrgreint erindi sambandsins samkvæmt þeim málflutningi sem þar kemur fram. 

230627 logo_LS á vef copy.jpg