Vonbrigði með þorskinn

 
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 var kynnt fyrr í dag.
 
 
Stofnunin leggur til að þorskafli verði aukinn um 2 463 tonn.  1,2% aukning þegar sjórinn er fullur af þorski veldur verulegum vonbrigðum.  Aukningin ekki í takt við upplifun sjómanna og kemur því verulega á óvart.  
 
Ýsa
Ráðgjöf í ýsu er hins vegar í takt við reynslu sjómanna, 23% aukning.  Leyfilegur heildarafli aukinn um 14 196 tonn.
 
Taflan sýnir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2023/2024  og yfirstandandi ár.
Screenshot 2023-06-09 at 13.41.03.png

230609 logo_LS á vef.jpg