Vonbrigði

Hafrannsóknastofnun hefur kynnt ráðgjöf sína um heildarafla á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Ráðgjöf er veitt í alls 27 tegundum.
Mesta athygli vekur að stofnunin leggur til 13% lægri afla í þorski sem jafngildir 34.200 tonna samdrátt.  Miðað við þróun veiðistofnsins mátti gera ráð fyrir einhverri lækkun en tveggja stafa tala er umfram það sem búast mátti við.
Screenshot 2021-06-15 at 10.34.41 (1).png
Þá vekur athygli að stofnunin leggur aðeins til fimm þúsund aukningu í ýsu – 11%.  Miðað við veiðar og útbreiðslu bjuggust sjómenn við að heimildir yrðu auknar um a.m.k. þriðjung.  Að ráðlagður heildarafli yrði milli 60 og 70 þúsund tonn, en ekki 50.429 tonn.
Samantekt LS
210615 logo_LS á vef.jpg