Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð þar sem reglum um VS-afla er breytt til hagræðingar fyrir grásleppubáta. Reglugerðin nemur úr gildi tímabilaskiptingar VS-afla fyrir þá báta sem stunda grásleppuveiðar. Ónýttur réttur sem þeir hafa unnið sér inn á fiskveiðiárinu og það sem eftir er af því getur þannig nýst þeim að fullu við meðafla sem fæst á grásleppuvertíðinni.
Miða „má afla, sem fæst sem meðafli við grásleppuveiðar, við hámarksheimild fiskveiðiársins, og sé afli gerður upp í lok þess, eins og segir í reglugerðinni.