VS-afli fer minnkandi

Sigurður Páll Jónsson alþingismaður (M) beindi fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um VS-afla.  Sigurður spurði m.a. um magn VS-afla á fiskveiðiárunum 2013-2018?
Í svari ráðherra kemur fram að samtals á þessu sex ára tímabili hafi rúmlega 12.100 tonnum verið landað sem VS-afla.  Í sundurgreiningu eftir árum má sjá að VS-afli hefur minnkað með ári hverju.  Alls 1.322 tonnum landað á fiskveiðiárinu 2017-2018 á móti 2.711 tonnum fiskveiðiárið 2012-2013.
Ákvæði um VS-afla:
Screenshot 2019-08-19 at 15.44.33 (2).png