Á aðalfundi LS flutti Örn Pálsson framkvæmdastjóri skýrslu sem innihélt helstu málefni sem snerta smábátaeigendur.
Hann hóf mál sitt á að geta um tvær viðurkenningar sem veittar voru smábátaeigendum á árinu.
Axel Helgason trillukarl ársins, hann smíðaði bát sinn sjálfur, makrílveiðibúnað bátsins sem þykir sérlega vandaður og öruggur, auk þess að vera með þeim aflahæstu á makrílnum einn síns liðs.
Þorvaldur Gunnlaugsson fyrir góða umgengni um hafið, fyrirmyndarstarf í úrgangsmálum og framsækna hugsun varðandi nýja orkugjafa til sjós.
Þá vék Örn að umræðunni um veiðigjald og uppboðsleið og mikilvægi þess að útgerðir sem ekki hefðu vinnslu á bakvið sig fengju afslátt af veiðigjaldi.
Hann gagnrýndi að auðlindaumræðan einskorðist við sjávarútveginn.
Vakti athygli á að greiða ætti fyrir að heimsækja Ísland, gjald á ferðaþjónustuaðila sem selja ferðir til að skoða helstu náttúruperlur þjóðarinnar.
Lýsti áhyggjum yfir lækkandi fiskverði, samkvæmt tölum Hagstofunnar væri kíló af aflaverðmæti þorsks í maí sl. 13,3% lægra en í sama mánuði 2015. Ánægjulegar fréttir bærust hins vegar af útflutningi á ferskum þorski, þar hefði tekist að hækka verð þegar tekið væri mið af styrkingu krónunnar gagnvart gjaldmiðlum okkar helstu viðskiptalanda.
Hér er aðeins drepið á fyrstu kafla í skýrslu Arnar.
Sjá skýrsluna í heild:
Frá aðalfundi LS