Ýsan að slá þorsknum við

Meðalverð á ferskri ýsu til útflutnings er orðið hærra en á þorski.  Þetta kemur fram þegar skyggnst er í tölur Hagstofunnar.  
Á fyrstu tíu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti ýsunnar komið í 4,3 milljarða sem er 2% meira en á sama tíma í fyrra. Magnið er nánast óbreytt milli ára, en meðalverð hefur hækkað um 3%.
Mest hefur verið flutt út til Bandaríkjanna og er hlutdeild þeirra komin í 46%, en var þriðjungur á sama tíma í fyrra.  Bretar sem keyptu mest héðan 2012 hafa tapað hlutdeild og eru nú með þriðjung þess sem flutt hefur verið út af ferskri ýsu á tímabilinu janúar – október.
Athygli vekur þegar tölur eru skoðaðar að Frakkar eru langt frá því að ná héðan jafn miklum magni af ferskri ýsu og í fyrra.  Þá voru þeir með 12% en hlutdeild þeirra nú er komin niður í 7%.