Ýsan rædd á Alþingi

Til skoðunar er í atvinnvegaráðuneytinu að breyta reglum um meðafla vegna gríðarlegrar ýsugengdar.  Eins og komið hefur fram eiga sjómenn í mesta basli með að nýta veiðiheimildir í þorski vegna mikillar ýsu sem meðafla.
Hin grafalvarlega staða var rædd á Alþingi í dag þegar Ólína Þorvarðardóttir spurði atvinnuvegaráherra um málefnið.