Ýsukvótinn náðist ekki

Að undanförnu hefur Landssamband smábátaeigenda farið vandlega yfir tillögu Hafrannsóknastofnunar um 30.400 tonna heildarafla í ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári.  Eins og kunnugt er fór ráðherra í einu og öllu eftir ráðgjöfinni. Það hefur vart farið fram hjá lesendum að gríðarleg vandræði hafa fylgt ákvörðuninni.   Formaður og framkvæmdastjóri LS funduðu um málefnið með Jóhanni Sigurjónssyni forstjóra Hafrannsóknastofnunar fyrr í dag.
Á sl. 11 árum (2004/2005) hefur hlutfall ýsu og þorsks í heildaraflaákvörðun verið um 36%.  Hæst var það fiskveiðiárið 2007/2008, 73%, en það ár var tillagan 95 þús. tonn í ýsu og 130 þús. tonn í þorski.  Í ár er afturámóti lægsta hlutfall á þessu tímabili eða aðeins 14%.  Það þarf því engan að undra að staðan sé erfið þegar viðbætist að hlutföllin á grunnslóðinni eru nær því sem var 2007/2008.
Screen Shot 2014-11-20 at 00.24.34.png
Landssamband smábátaeigenda hefur kynnt hugmyndir til að létta mönnum róðurinn þannig að ekki þurfi að borga með sér í hverjum einasta þorskróðri.  Tillagan er í þremur liðum:
a. Veiðiheimildir í ýsu verði auknar um 5000 tonn.

b. Eitt þúsund tonnum sem tekin voru úr línuívilnunarpotti verði skilað.

c. Línuívilnun í ýsu verði fyrir alla dagróðrabáta og hún hækkuð úr 20% í 30%.
Sérfræðingar LS eru sannfærðir um að þetta muni nægja til að létta af pressunni.  Þá byggir aðgerðin á að meira verði veitt á grunnslóðinni þar sem ýsan er í meira mæli en vorrall Hafró segir til um.
Rökstuðningur við tillögunni er einkum byggður á eftirfarandi:
I. Ýsuveiði á sl. fiskveiðiári 2.100 tonnum minni en ráðlegging Hafró.  Alls veiddust 35.900  
        tonn en ráðgjöfin var 38 þús tonn.
II. Haustrall hefur undanfarin ár mælt ýsustofninn mun stærri en vorrall (sjá mynd hér að 
        neðan úr ástandsskýrslu Hafró).
III. Það er almenn skoðun sjómanna að magn ýsu á miðunum nú sé ekki í samræmi við 
        mælingar úr vorralli Hafró
IV. Fiskveiðiárið 2011/2012 lagði Hafrannsóknastofnun til 37 þús. tonna heildarafla.  Stjórnvöld 
        ákváðu hins vegar að veitt yrðu 45 þús. tonn eða 22% umfram ráðleggingar stofnunarinnar.
        Viðbrögð Hafró við því var að segja að ákvörðunin yrði til þess að stofninn mundi minnka 
        mun hraðar.  Það gekk ekki eftir.
Screen Shot 2014-11-19 at 00.28.18.png