Hagstofan hefur birt tölur um afla og aflaverðmæti fyrir október. Hér fylgja nokkrar upplýsingar sem LS hefur unnið upp úr tölunum.
Þorskafli á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins hefur dregist saman um 4 644 tonn miðað við sama tímabil í fyrra sem jafngildir 11%. Hvert kíló á tímabilinu skilaði 332 krónum það, er 13 krónum lækkun milli ára.
Ýsuafli er nánast óbreyttur milli ára, samanlagt í september og október um 14 þúsund tonn. Þriðjungs verðlækkun hefur hins vegar orðið á ýsu. Í fyrra var meðalverði 341 kr, en í ára fengust aðeins 229 krónur fyrir kílóið. Lækkunin hefur leitt til þess að aflaverðmæti dróst saman um 1,5 milljarð á tímabilinu.
Heildaraflaverðmæti á fiskveiðiárinu í lok október nam 25,3 milljörðum en það er um fjórum milljörðum lægra en í fyrra sem jafngildir 13,4%.
Eins og undanfarin þrjú ár er þorskur um helmingur af heildaraflaverðmætinu, um 12,3 milljarðar, 14,5% lækkun milli ára.