Færri tegundir bera veiðigjald

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing um veiðigjald fyrir árið 2024.  Gjaldið miðast hvert kíló óslægðs afla sem landað er á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024. 

Tegundum sem bera veiðigjald hefur fækkað um þrjár frá í fyrra, úr 21 í 18.  Þær sem dottið hafa út sem gjaldberandi tegundir er:   Grálúða, gulllax og rækja.

Auk þeirra tegunda sem dottið hafa út eru makríll og loðna þar sem veiðigjald lækkar milli ára.  Hjá öðrum tegundum hækkar gjaldið, þar af meira en 30% í fimm þeirra, þar á meðal er þorskur sem hækkar um 39,1%

Lög um veiðigjald kveða á um að „við álagningu veiðigjalds skal frítekjumark nema 40% af fyrstu 6 millj. kr. álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila.  Þessi fjárhæð tekur breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs frá septembermánuði 2015“, framreiknað er upphæðin um 8,5 milljónir.

Myndin sýnir veiðigjald 2024 og 2023 og þær breytingar sem orðið hafa milli ára.

Veiðigjald20242023Breyting
Þorskur26,66 Kr/Kg 19,17 Kr/Kg 39,1%  
Ýsa22,28 Kr/Kg 19,82 Kr/Kg 12,4%  
Ufsi12,14 Kr/Kg 7,61 Kr/Kg 59,5%  
Steinbítur15,07 Kr/Kg 14,95 Kr/Kg 0,8%  
Langa17,55 Kr/Kg 9,02 Kr/Kg 94,6%  
Keila5,12 Kr/Kg 3,02 Kr/Kg 69,5%  
Grálúða0,00 Kr/Kg 31,82 Kr/Kg  
Karfi12,44 Kr/Kg 9,41 Kr/Kg 32,2%  
Makríll1,79 Kr/Kg 3,48 Kr/Kg -48,6%  
Síld4,12 Kr/Kg 3,34 Kr/Kg 23,4%  
Loðna 3,91 Kr/Kg 5,54 Kr/Kg -29,4%  
Kolmunni3,20 Kr/Kg 2,49 Kr/Kg 28,5%  
Gulllax0,00 Kr/Kg 2,18 Kr/Kg  
Rækja0,00 Kr/Kg 10,49 Kr/Kg  
240125 logo_LS á vef.jpg