Kvótasetning grásleppu – óskað eftir umsögnum

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur sent til umsagnar 

521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).  

Þeir sem áhuga hafa á að senda inn umsagnir við frumvarpið er bent á að umsagnarfrestur er til og með 15. febrúar. 

Umsagnir skal senda á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ath.   Frumvarpið byggist á áður fluttu frumvarpi matvælaráðherra frá 153. löggjafarþingi, 976. mál á þskj. 1524.

Við það frumvarp bárust alls 18 umsagnir.

Þar á meðal frá Landssambandi smábátaeigenda.