Heimilt að hefja grásleppuveiðar 1. mars

Katrín Jakobsdóttir forsætis- og matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2024.   Samkvæmt reglugerðinni verður heimilt að hefja grásleppuveiðar 1. mars.  Veiðileyfi verður gefið út til 25 samfelldra daga.

Eins og komið hefur fram óskaði LS eftir breytingunni þannig að auðveldara yrði að uppfylla eftirspurn eftir ferskum grásleppuhrognum frá Danmörku.      

Á tímabilinu 1. mars til 20. mars gilda nokkrar reglur umfram það sem áður hafa sést í reglugerð um hrognkelsaveiðar:

a.        hver löndun telst sem einn dagur og dregst þannig frá sam­felldum dögum.

b.        skylt verður að draga grásleppunet eigi síðar en tveimur sólarhringum eftir að þau  

           eru lögð í sjó. Skulu net dregin upp og geymd ef útlit er fyrir að ekki sé hægt að 

           draga næstu tvo sólarhringana.

c.        óheimilt að vera með fleiri net í sjó en svo að hægt sé að draga þau upp í einni                

           veiðiferð.

Reglugerð um hrognkelsaveiðar 2024