Grásleppa fyrir 31 milljón í febrúar

LS hefur tekið saman tölur um viðskipti með grásleppu á fiskmörkuðum í febrúar, 2020 – 2024.  Skoðað var magn, verð og verðmæti sundurliðað eftir veiðarfærum.

Skemmst er frá því að segja að sveiflurnar milli febrúar í fyrra og í ár eru gríðarlegar.  Magnið tífaldast, fer úr 3 tonnum I 30 og verðmætin úr hálfri milljón í 31,3 milljónir.

Þá vekur það ekki síður athygli hvað mikið hefur veiðst í botnvörpu í ár, þar sem hingað til hefur grásleppuafli í veiðarfærið verið óverulegur.   21,6 tonn af grásleppu seld á markaði á móti 1 tonni í fyrra.

 Selt á mörkuðum febrúar 2020 – 2024
 20242023202220212020
Þorskanet6,8 Tonn  1,4 Tonn  3,2 Tonn  3,9 Tonn  1,1 Tonn  
Dragnót1,7 Tonn  0,6 Tonn  0,9 Tonn  1,1 Tonn  0,6 Tonn  
Botnvarpa21,6 Tonn  1,0 Tonn  2,8 Tonn  2,8 Tonn  0,8 Tonn  
Samtals30 Tonn  3 Tonn  7 Tonn  8 Tonn  2 Tonn  
      
      
 Verð á mörkuðum febrúar 2020 – 2024
 20242023202220212020
Þorskanet1.028 Kr/kg 189 Kr/kg 238 Kr/kg 103 Kr/kg 32 Kr/kg 
Dragnót800 Kr/kg 159 Kr/kg 184 Kr/kg 89 Kr/kg 100 Kr/kg 
Botnvarpa1.056 Kr/kg 186 Kr/kg 212 Kr/kg 54 Kr/kg 31 Kr/kg 
Verðmæti alls31.296 Þús 554 Þús 1.549 Þús 657 Þús 120 Þús