Matvælaráðuneytið hefur svarað fyrirspurn LS um veiðihlé. Þar kemur fram að frá og með 1. til 20. mars gildir að hver löndun telst sem einn dagur, óháð því hve langur tími líður milli landana.
Á tímabilinu getur bátur óskað eftir því að gera hlé fram yfir 20. mars og ræður útgerðin hvenær báturinn hefur veiðar aftur.
Síðasti dagur til að óska eftir hléi er 20. mars og skal það gert með því að senda tölvupóst á grasleppa@fiskistofa.is.
Þann 21. mars hefjast þá samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir nema hjá þeim bátum sem hafa óskað eftir hléi, hjá þeim byrja dagar að telja þegar báturinn hefur veiðar aftur.