Á fjölmennum félagsfundi í Drangey-smábátafélagi Skagafjarðar sem haldinn var 12. mars sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:
„Drangey-smábátafélag Skagafjarðar skorar á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja að strandveiðar fari fram án heildarkvóta alla fjóra mánuðina maí til ágúst í samræmi við lög. Tryggt verði að ekki skapist það ófremdarástand og mismunun sem orðið hefur á þessum veiðum síðastliðin sumur. Lýsir félagið yfir eindregnum stuðningi við framkomna tillögu Landssambands smábátaeiganda og Strandveiðifélags Íslands um tímabundna tilraun með fyrirkomulag strandveiða.“
Formaður Drangeyjar er Magnús Jónsson