Matvælaráðuneytið hefur veitt frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK heimild til strandveiða. Ráðuneytið féllst á beiðni Nesfisks um undanþágu fyrir 60 sjálfvirkar færarúllur, en það eru 56 rúllum fleira en venjulegum strandveiðibát er heimilt að nota.
Að sögn talsmanns ráðuneytisins er undanþágan veitt í þágu orkuskipta þar sem Baldvin Njálsson þarf ekki lengur að nota vélarafl til veiðanna.
Botntrollið hefur verið sett í land og í stað þess er komnar færarúllur á bæði borð. Verið er að breyta olíutönkum skipsins í vistaverur fyrir áhöfnina, en gert er ráð fyrir 50 manns starfi um borð í hverri veiðiferð.
Áreiðanlegar heimildir herma að fleiri útgerðir stærri skipa ætli að nýta sér strandveiðar og leggja þar með sitt að mörkum til orkuskipta.
Landssamband smábátaeigenda fagnar þessu frumkvæði stórútgerðarinnar og telur að það færi stjórnvöld nær því að samþykkja aðalkröfu félagsins að gefa veiðar með færum frjálsar.
Baldvin Njálsson verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn (Faxagarði) í dag.