Til hamingju með daginn

Strandveiðar 2024 hófust í dag.  Veiðarnar eru þær 16. í samfelldri röð, hófust 28. júní 2009.  Voru það ár leyfðar í tilraunaskyni en lögfestar ári síðar.

Eins og undanfarin ár er mikill áhugi fyrir veiðunum.  Fiskistofa hefur úthlutað 552 bátum leyfum, en á sama tíma í fyrra voru leyfin 516.

Taflan sýnir skiptingu leyfa eftir svæðum.

Svæði20242023
A288273
B8478
C4751
D133114
Samtals552516

Útgefin leyfi nú 36 fleiri en á sama tíma í fyrra. 

Gott hljóð er í sjómönnum sem haft hafa samband við skrifstofu LS á þessum fyrsta degi strandveiða í ár.  Nægur fiskur á miðunum og almenn ánægja með að komast á sjó eftir alltof langt stopp.

Myndbrot frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni, sýnir Ljúf BA-43 koma inn til löndunar á Patreksfirði um tíuleytið í morgun.  

Screenshot 2024-05-02 at 14.40.40.png