40. aðalfundur LS 17. og 18. október

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður 17. og 18. október. Fundurinn er sá 40. í röðinni en LS var stofnað 5. desember 1985.

Fundurinn verður á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK.

Aðalfundurinn hefst kl 13:00 með því að Arthur Bogason formaður LS flytur ræðu og setur fundinn.

Samkvæmt venju er fundurinn opinn öllum félagsmönnum og eru smábátaeigendur hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa 36 kjörnir fulltrúar svæðisfélaga LS, sem eru 16 talsins. Ásamt þeim hefur stjórn (17) og framkvæmdastjóri atkvæðisrétt.