Í dag hefur mikið verið hringt á skrifstofu LS þar sem spurt er út í bráðabirgðaútreikning sem birtur hefur verið á heimasíðu Fiskistofu.
Flestar spurningarnar snúast um hvað sé á bakvið tonnatölu sem upp er gefin.
Í byrjun apríl sl. lagði Hafrannsóknastofnun til að upphafsaflamark í grásleppu á yfirstandandi fiskveiðiári yrði 1.216 tonn. Tillaga stofnunarinnar var staðfest í reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2024/2025.
Áætluð úthlutun, í skjali Fiskistofu, miðast því við þá tölu að frádregnum 5,3% – 1.152 tonn.
Ráðgjöf Hafró á sl. vertíð var 4.030 tonn, þar af upphafsaflamark 1.193 tonn.
Hver ráðgjöfin verður fyrir næstu grásleppuvertíð fæst ekki upplýst fyrr en í byrjun apíl 2025, þegar útreikningar Hafrannsóknastofnunar liggja fyrir. Fyrr verður ekki hægt að gefa út endanlegt aflamark.