Strandveiðar – kynningarmyndband

Landssamband smábátaeigenda og Strandveiðifélag Íslands tóku höndum saman fyrr á árinu og ákváðu að útbúa kynningarefni um strandveiðar.  Til verksins var ráðin Rut Sigurðardóttir kvikmyndagerðamaður og trillukarl.  

Upptaka fór fram á síðastliðnu sumri og var hluti efnisins frumsýndur á 40. aðalfundi LS 17. október.

Strandveiðar.

Smábátaeigendur, velunnarar og aðrir lesendur heimasíðunnar eru beðnir um að liggja ekki á liði sínu, dreifa efninu sem víðast og þá sérstaklega til frambjóðenda til Alþingis 2024.  

Rétt að minna aðila á eftirfylgni, ræða efnið og  svara spurningum sem kunna að vakna um Strandveiðar. Jafnframt að leita svara við eftirfarandi:

Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða?

Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? “

Arnarstapi Myndböndin