„Hyggjast kæra setningu laga um kvóta á gásleppuveiðar“

RÚV ræðir við Arthur Bogason formann LS um setningu laga um kvóta á grásleppuveiðar.

„Landssamband smábátaeigenda skoðar möguleika þess að kæra setningu laga um kvóta á grásleppuveiðar. Sömu vinnubrögð hafi verið viðhöfð við breytta veiðistjórn á grásleppu og breytingar á búvörulögum sem dómur féll um í vikunni.“

Í viðtalinu

segir Arthur m.a. um störf atvinnuveganefnda Alþingis:

„Þeir breyttu frumvarpinu eftir að það var komið inn í nefndina og ef ég kann að telja rétt þá fékk frumvarpið, eftir þessar breytingar, bara tvær umræður. Og því sé ég ekki mikinn mun á þessum tveimur gjörningum.“

Lögin svipti á annað hundrað útgerðir öllum veiðirétti

Það er um hreina eignaupptöku að ræða á veiðarfærum og tækjum til grásleppuveiða. Og svo eru ansi margir búnir að hafa samband eftir að þeir gerðu sér það ljóst að þessi viðmiðunartími, sem Alþingi ákvað á seinustu stundu að breyta, er með þeim hætti að margir sem héldu að þeir gætu ornað sé við góðan kvóta þeir eru jafnvel bara að fá niður í núll.“