Hanna Katrín Friðriksson tekur við embætti

Landssamband smábátaeigenda óskar Hönnu Katrínu Friðriksson til hamingju með embætti atvinnuvegaráðherra og velfarnaðar í starfi.

Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Sigurjón Ragnar

Bjarni Benediktsson fráfarandi matvælaráðherra afhenti Hönnu Katrínu Friðriksson lykla að ráðuneytinu.

Samtímis og nýr ráðherra er boðinn velkominn þakkar Landssamband smábátaeigenda fráfarandi matvælaráðherrum Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Bjarna Benediktssyni fyrir samstarfið.