„Gervivísindi og fataleysi“

Í Bændablaðinu sem út kom sl. fimmtudag 9. janúar er grein eftir Magnús Jónsson veðurfræðing, fv. forstjóra Veðurstofu Íslands, stjórnarmanns í LS og formanns Drangeyjar Smábátafélags Skagafjarðar.

Heiti greinarinnar er „Gervivísindi og fataleysi“. Greinin fjallar um veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, forsendur hennar og árangur.

Útfrá tilgátulíkani Beverton og Holt er reynt að „reikna/herma væntanlegan fjölda fiska á tilteknum árgangi sem fall af fjölda einstaklinga af fyrri kynslóð.“ Líkanið er „í meginatriðum notað til að lýsa sambandi nýliðunar og stærðar hrygningarstofns enn þann dag í dag.“

„Um það leyti sem kvótakerfið var sett á fyrir um 40 árum var aðaláherslan hjá Hafró á mikilvægi þess að byggja upp hrygningarstofn þorsks til að nýliðun batnaði og veiðin gæti vaxið jafnvel upp í 400-500 þúsund tonn á ári. Á árunum 1983-84 kom fram góð nýliðun þrátt fyrir fremur lítinn hrygningarstofn. Hins vegar hefur engin öflug nýliðun orðið síðan…“