Grásleppan – hver fær hvað? – fundað með ráðherra

Eins og fram kom hér á síðunni hefur Fiskistofa birt upplýsingar um aflahlutdeild í grásleppu.  

LS hefur reiknað út hvaða aflamark hver og einn bátur fær á komandi vertíð ef leyfilegur heildarafli verður óbreyttur frá síðustu vertíð – 4.030 tonn.  Við útreikninga er dregið frá 5,3% eins og lög gera ráð fyrir, 3.816 tonn koma því til úthlutunar.

Alls fá 260 bátar aflamark allt frá 30 kg upp í 57,2 tonn.

Skipting eftir svæðum er eftirfarandi:

Suðurland-Faxaflói10,5%401 Tonn 38 Bátar 
Breiðafjörður–Vestfirðir31,6%1.207 Tonn 75 Bátar 
Húnaflói16,8%640 Tonn 34 Bátar 
Norðurland29,9%1.140 Tonn 78 Bátar 
Austurland11,2%428 Tonn 35 Bátar 

Hver fær hvað?

Verður lögum breytt?

LS átti fund með Hönnu Katrínu Friðriksson sl. miðvikudag 15. janúar.  Þar fór félagið þess á leit við ráðherra að gerð yrði breyting á lögum um veiðistjórn á grásleppu.  Horfið yrði frá kvótasetningu til veiðistjórnar sem gilt hefði síðustu þrjá áratugi með góðum árangri.

  • Veiðum verði stjórnað með veiðileyfum sem gildi í ákveðinn fjölda veiðidaga.
  • Veiðidagur telji þegar net eru í sjó daglangt.
  • Heimilt verði að sameina leyfi, enda leiði það ekki til aukins sóknarþunga.  

Ráðherra hefur nú beiðni LS til skoðunar.