Upphaf strandveiða – minna af þorski

Góður dagur á strandveiðum í dag.  Alls 525 bátar á sjó sem skilaði 336 tonnum af þorski.  

Á sama tíma í fyrra, að loknum 6 dögum, höfðu 637 bátar hafið veiðar en nú í ár 616 þrátt fyrir fleiri útgefin leyfi nú.  Fjöldi veiðiferða þá rúmum 40% fleiri.  Sóknin er því ekki jafn áköf sem er í takt við spá hjá þeim sem til þekkja. 

Alls hafa veiðst 1.154 tonn af þorski en það er 661 tonni minna en eftir 6 daga sókn á sl. sumri.  Þorskafli í róðri nú minnkar um 11,6% milli ára, mest á svæði D um rúman fimmtung.