Drangey mótmælir stöðvun strandveiða

Félagsmenn í Drangey félagi smábátaeigenda í Skagafirði komu saman til fundar í dag. Fundurinn var vel sóttur og umræður líflegar.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Félagsfundur Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar haldinn 18. júlí 2025 mótmælir harðlega stöðvun strandveiða 16. júlí sl. Er það sjötta árið í röð sem ekki er leyft að veiða út ágúst eins og lög frá 2018 gera ráð fyrir. Með því eru þúsundir manna á sjó og í landi sviptar störfum og  tekjum auk þess neytendamarkaðir með fisk eru stórlaskaðir.

Skorar fundurinn á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir að strandveiðar verði hafnar aftur, t.d. með setningu bráðabirðalaga á frumvarpi sem lá fyrir Alþingi, nánast fullrætt og afgreitt úr nefnd en var stöðvað með fordæmalausu málþófi minnihluta Alþingis. 

Formaður Drangeyjar er

Magnús Jónsson