Elding – félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum

Aðalfundur Eldingar – félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum verður haldinn nk. sunnudag 21. september í Guðmundarbúð björgunarhúsinu á Ísafirði.

Fundurinn hefst kl 14:00.

Benedikt Bjarnason formaður Eldingar hvetur félagsmenn til að fjölmenna til fundar, fræðast og viðra skoðanir sínar til þess sem hæst ber í málefnum smábátaeigenda. 

Dagskrá:  Venjulega aðalfundarstörf og önnur mál. 

Gestur fundarins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður.