Aðalfundur smábátafélagsins Reykjanes verður haldinn laugardaginn 27. september. Fundað verður í Sjávarsetrinu Sandgerði og hefst fundurinn kl 13:00.
Halldór Ármannsson formaður félagsins hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn. Taka þátt í umræðum og fræðast um það sem efst er á baugi í málefnum smábátaeigenda.
Dagskrá fundarins:
1. Formaður setur fund.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar, fyrirspurnir og umræður.
4. Ársreikningur félagsins.
5. Ávarp gesta, Örn.
6. Tillögur til 41. aðalfundar LS.
7. Kosning fulltrúa á aðalfund LS
8. Kosning stjórnar.
9. Kosning formanns.
10. Önnur mál.
11. Formaður slítur fundi.