Humarinn – FSA vill grisjun afræningja

Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi var haldinn á Egilsstöðum í gær þann 25. september.   Góðar umræður sköpuðust á fundinum um hin ýmsu málefni smábátaeigenda.  Meðal þess var ástandið humrinum og aðgerðir til endurreisnar stofnsins.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt

Aðalfundur FSA leggur til að leyfðar verði línuveiðar í svokölluðum keiluhólfum, þ.e. keiluhólfin í Lónsdýpi, Stokksnesi og Mýrargrunni.  Félagsmenn telja að með þessu færi fram grisjun á afræningjum humars sem hafa til þessa verið óáreittir í fríju fæði í hinum mörgu keiluhólfum.  

Fundurinn telur rök fyrir verndun keilunnar vera brostin og hvetur til að veiðar verði leyfðar á línu innan þessara hólfa.  

Jafnframt er vakin athygli á að humar veiðist ekki á línu og með þessum hætti er hægt að grisja burtu þorsk, keilu, löngu og náskötu auk fleiri tegunda sem eru grimmir afræningjar humars

Formaður FSA er Guðlaugur Birgisson Djúpavogi