Ályktanir 41. aðalfundar LS

Aðalfundur LS sem haldinn var 16. og 17. október sl. sendi frá sér fjölmargar ályktanir.

Meðal þeirra eru

Tilboð til stjórnvalda uppá 4 milljarða til greiðslu á 30.000 tonnum af þorski.

Strandveiðar áskorun til stjórnvalda að tryggja 48 daga á þessu fiskveiðiári.  Vonbrigði manna voru mikil þar sem loforð voru um að strandveiðar væru tryggðar á síðasta fiskveiðiári en þeim lauk 16. júlí, mikil vonbrigði sem mega ekki endurtaka sig.  Staðið verði við fyrirheit í stjórnarsáttmálanum. 

Grásleppa að kvótasetning  grásleppu verði afnumin.  Fyrra fyrirkomulag veiða, á grundvelli fyrri leyfa, verði tekið upp að nýju.  Dagar þar sem veiðarfæri báts eru tekin upp vegna brælu eða annarra ástæðna verði  frádregnir.     

Byggðakvóti þar leggur LS til löndunarívilnun þannig að almenna byggðakvótanum verði úthlutað sem ívilnun við löndun og gildi fyrir línu- og handfærabáta undir 30 brt.  Jafnframt að meiri afli fari til strandveiða.  Það er skoðun félagsins að með þessu nýtast heimildirnar hinum dreifðu byggðum á gegnsæjan hátt.  

Byggðaaðgerðir í þorski verði 8,0% í stað 5,3%. Það sem komi frá útgerðum verði lækkað í 4,0% og sama prósenta komi með álagi á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Línuívilnun verði virkjuð þegar í stað og gildi frá 1. september eins og verið hefur frá upphafi hennar árið 2003.  Jafnframt að hún gildi fyrir alla dagróðrarbáta undir 30 tonn.  Línuívilnun verði 30% á landbeitta línu og 20% á uppstokkaða línu í landi. 

Veiðar með flotvörpu þess krafist að bannað verði að nota flotvörpu við veiðar á loðnu, síld og makríl í íslenskri landhelgi.  Óumdeilt er að skaðsemi veiðarfærisins er fyrir hendi, t.d. ánetjast gríðarlegur fjöldi grásleppuseiða við veiðarnar.  Við löndun er skaðinn skeður auk þess að í aflanum er fullvaxin grásleppa. Bent skal á að við flotvörpuveiðar á sl. fiskveiðiári var magn grásleppu í lönduðum afla alls 125 tonn, mun meira en úr botntrolli.  Jafnframt er bent á að skipstjórar loðnuskipa gagnrýna notkun flottrolls við veiðarnar.   

Sjá allar ályktanir 41. aðalfundar LS