Stórútgerðin og MSC vottunin: Rang­túlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks

Í aðsendri grein skoðar Kjartan Sveinsson, formaður LS, gögnin á bakvið MSC vottunarferlið. Niðurstaðan er sú að það þarf ekkert að óttast hræðsluáróðurinn. Ísland mun ekki missa MSC vottun þó trillukarlar fái 48 daga.

“Ef stjórnvöld vilja hámarka þjóðhagslegan ávinning af þorskveiðum, ættu þau ekki að láta rangtúlkanir á MSC vottun ráða för eða láta stórútgerðina stjórna umræðunni. Gögnin sýna að besta leiðin til að nýta þorskinn er með hagkvæmum krókaveiðum á smábátum. Með því að leggja meiri áherslu á strandveiðikerfið og línuívilnun eru möguleikar samfélaga um allt land til atvinnusköpunar, verðmætasköpunar og velsældar auknir. Hræðsluáróður um MSC á ekki að standa í vegi fyrir þjóðhagslegri og samfélagslegri framþróun.”

Lesa má greinina í heild sinni hér.