Er línuívilnun rétt handan við hornið?

Haft er eftir Kristni H. Gunnarssyni varaformanni sjávarútvegsnefndar í Morgunblaðinu í dag að það eigi að vera hægt að taka upp línuívilnun til dagróðrabáta fyrir áramót. Í Fréttablaðinu í gær sagðist Kristinn reikna með að taka málið beint upp í sjávarútvegsnefnd http://www.althingi.is/dba-bin/nefnm.pl?nemenu=1&nefnd1=sj&lthing1=. þegar til umfjöllunar verður frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið http://www.althingi.is/altext/130/s/0275.html fjallar um að andvirði svonefnds hafrannsóknaafla renni í sama sjóð og gjald vegna ólögmæts sjávarafla, auk þess er í frumvarpinu lagt til að heimilt verði að flytja eftirstöðvar af þorskeldiskvóta fiskveiðiársins 2002/2003 til fiskveiðiársins 2003/2004. Kristinn hyggst flytja breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að línuívilnun verði komið á.