Frá N-Austurhorninu berast þær fréttir að grásleppuveiðar hafi farið afar illa af stað. Að sögn Braga Sigurðssonar á Húsavík er búið að draga einu sinni og var nánast ekkert í netunum. Þetta er mikill viðsnúningur frá því sem verið hefur á sl. vertíðum sem skiluðu mestu í upphafi.
Á Bakkafirði var Stefnir Magnússon fyrir svörum. Hann sagði veiðina vera blettótta. Á dýpinu þar sem veiði er yfirleitt best á þessum tíma er ekkert að hafa, en þeir sem hafa lagt í fjörurnar hafa uppskorið sæmilega veiði. Sömu sögu væri að segja frá Vopnafirði.
Stefnir sagði mikla óánægju vera með þau verð sem heyrst hefðu. Á bryggjunni væru menn farnir að ræða það sín á milli að líklega væri best að bregðast við því, með að draga upp.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is