Brimfaxi kominn út

Brimfaxi, tímarit LS er komið út.

Í ritinu kennir ýmissa grasa, fjallað er um starfsemi Alþjóðasamtaka strandveiðimanna og fiskverkafólks, greinarkorn frá Svíþjóð, viðtal við Jón Kristjánsson fiskifræðing þar sem hann gerir grein fyrir því sem er að gerast í Norðursjónum, sagt frá ráðstefnum sem Samtökum strandveiðimanna í Norður – Atlantshafi var boðin þátttaka í og fleira.

Þá er að finna nýjungar á borð við þáttinn ‘Á ströndinni’ þar sem farinn er rúntur um landið og menn segja frá því helsta sem er á döfinni; einnig er nýr þáttur sem ber heitið ‘Heimahöfn’ þar sem tekinn er fyrir útgerðarstaður og honum gerð nokkur skil. Er vel til fundið að Bolungarvík sé fyrsta heimahöfn Brimfaxa, þaðan kemur sjálf kempan Guðmundur Halldórsson sem blés ekki úr nös eftir að hafa lagt LÍÚ herinn að velli í glímunni um línuívilnunina á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú fyrir skömmu.

Greinar úr Brimfaxa munu birtast á heimasíðu LS undir ‘Greinar’ á næstu dögum.

Góðærið kemur ekki öllum þorskum til góða”