Hirði allt – í fyrsta skipti!

Það fer ekki fram hjá neinum að framkvæmdastjóri LÍÚ er með veiðar dagabáta gersamlega á heilanum. Á bls. 6 í Morgunblaðinu í dag er enn eitt dæmið um þetta. Þar kemur fram að framkvæmdastjóranum sýnist sem svo að það eina sem geti sett 209 þúsund tonna töluna í hættu séu veiðar þessara 300 handfærabáta sem róa mega yfir sumartímann. Honum dettur ekki til hugar að minnast á brottkast eða meðafla við flottrollsveiðar á uppsjávartegundum – það eru stærðir sem hvergi eru til í hans huga.

Í samtali við Vigfús Jóhannesson á Dalvík komu fram upplýsingar sem hljóta að vekja til umhugsunar um það hversu mikil ábyrgð fylgi orðum framkvæmdastjóra LÍÚ. Vigfús var togaraskipstjóri til margra ára og hefur því dágóða reynslu af því sem hér er um rætt. Hann hætti sem skipstjóri nú nýverið, en hann keypti sér dagabát í vetur og er nú búinn að róa nokkra róðra.
Í samtalinu sagði Vigfús eftirfarandi orðrétt: ‘Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem með allan afla að landi….’