Skýrsla Hafró væntanleg á næstu dögum

Þorskur
Menn velta því nú fyrir sér hvað skýrsla Hafró um aflahorfur fiskveiðiárið 2003/2004 muni innihalda. Flestir telja öruggt að þorskkvótinn muni verða aukinn um 30 þús. tonn að lágmarki og yrði þá 209 þús. sem svarar til 16,8% aukningar. Vitneskjuna byggja þeir á ummælum forsætisráðherra fyrir kosningar sem rökstuddi sitt innlegg með tilvitnun úr skýrslu Hafró í fyrra. Þegar sjómenn eru hins vegar spurðir að því hvort veiðin gefi tilefni til aukningar, eru svörin yfirleitt á þann veg að hann sé e-ð tregari heldur en undanfarin ár. Hins vegar komi ekki til greina að minnka kvótann frá því sem nú er, það hefði þó verið skiljanlegt ef heimilt hefði verið að veiða 250 – 300 þús. tonn á þessu fiskveiðiári.

Ýsa
Ýsa er út um allan sjó, kvótinn nú er 55 þús. tonn. Örugglega í lagi að veiða meira, en hvaða tilgangi þjónar að auka kvótann ef það skilar ekki hærri útflutningsverðmætum. Greinilegt er að nú um stundir er framboð töluvert meira en eftirspurn á ýsu. Það ber því að fara varlega í að auka kvótann, við megum ekki við lægra verði. Mundu markaðir hins vegar rétta úr kútnum væri hægt að bæta við heimildirnar. Undirritaður telur af þessum sökum að væntanlegar veiðiheimildir í ýsu eigi ekki eingöngu að taka mið af tillögum Hafró, heldur einnig markaðsaðstæðum.

Steinbítur
Steinbítsveiðar krókabáta hafa gengið þokkalega. Kvóti þessa árs er 16.000 tonn, eða sá sami og fiskveiðiárið 2001/2002. Í lok apríl var steinbítsaflinn kominn í 12 þús tonn og má því gera ráð fyrir að kvótinn náist á þessu fiskveiðiári. Í síðustu ástandsskýrslu Hafró ítrekaði stofnunin tillögu sína um að steinbítur á hrygningarslóð á Látragrunni yrði friðaður á tímabilinu 1. október til 1. febrúar. Ráðuneytið varð við þessari tillögu með útgáfu reglugerðar nr. 693/2002
(http://www.stjornartidindi.is/servlet/stjrtid/B/artol/2/955/255).
Smábátaeigendur, á sunnanverðum Vestfjörðum, sem ég hef rætt við telja þó að svæðið sem lokað var hafi verið of lítið og hafi því ekki náð tilætluðum árangri.

Hvað með viðbotarkvota i öðrum tegundum,=keilu,karfa,löngu og svo framveigis.Hefur verið kannað hvort ,stjornmalamenn,hefðu ahuga a að setja hamark a leiguverð kvota.t,d 70-80% af verði a smæsta fiskinum a mörkuðum,(ekki undirmal).Og hvað finst ykkur.Eyjum,5,6.