Hafnarfjörður – lélegt á grásleppunni

Lokið er einni lélegustu grásleppuvertíð í manna minnum
Í Hafnarfirði. Alls veiddust um 300 tunnur sem er afspyrnuslakt þegar tekið er mið af þeim fjölda neta sem í sjó var.
Einungis var veiði fyrstu dagana en svo ekki söguna meir.
Ekki var það veðurfarið sem spillti, þar sem einmuna tíð var alla vertíðina.
Sigdór Sigurðsson sem stundað hefur grásleppuveiðar frá Hafnarfirði
frá 1965 eða alls í 39 ár segist ekki hafa skýringar á þessum lélega afla, en einu hafi hann þó tekið eftir sem óvenjulegt er, það að smákuðungur, bobbar, hafi verið með mesta móti. Þegar netin hafi verið dregin hafi ekki verið til slý í þeim, bobbarnir hafa séð um að hreinsa þau. Mjög óvenjulegt er að þessi kuðungur sé kominn svo grunnt alveg upp í fjöru.