Á fundi sem haldinn var í Vestmannaeyjum um öryggismál sjómanna í tengslum við landtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, voru eftirfarandi tvær tillögur bornar fram og samþykktar með öllum greiddum atkvæðum:
Fundur um öryggismál sjómanna, haldinn í Vestmannaeyjum 27. nóv. 2003, skorar á stjórnvöld að endurskoða þá ákvörðun að leggja niður embætti skipaskoðunarmanna á landsbyggðinni. Fundurinn telur slíka ráðstöfun ekki til þess fallna að auka öryggi sjómanna.
Fundur um öryggismál sjómanna, haldinn í Vestmannaeyjum 27. nóv. 2003, lýsir yfir megnri óánægju sinni með það fjársvelti sem Landhelgisgæslan má þola og skorar á stjórnvöld að bæta úr því hið fyrsta.