Fyrr í dag samþykkti Alþingi frumvarp um línuívilnun. Lögin kveða m.a. á um að frá og með 1. febrúar kemur línuívilnun til framkvæmda í ýsu og steinbít og 1. september í þorski. Ívilnunin gildir fyrir dagróðrabáta þar sem lína er beitt í landi og mega þeir landa 16% umfram þann afla í þorski, ýsu og steinbít sem reiknast til aflamarks þeirra. Engin aflahámörk eru í gildi fyrir ýsu og steinbít, en þorskinum verður skipt niður á 4 tímabil á hverju fiskveiðiári og gildir ívilnun þar til þorskafla hvers tímabils er náð.
Símtöl á skrifstofu LS í dag voru flest þess eðlis að menn voru óhressir með lyktir mála á Alþingi. Þeir voru sammála LS um að hafna frumvarpinu, enda það fullt af atriðum sem aldrei hefði verið minnst á að ætti að fylgja línuívilnunni. Einkum nefndu þeir frádrag þorsksins áður en úthlutað væri, of lága ívilnunarprósentu, keilu og löngu ekki ívilnað, afnám byggðakvóta og að ívilnun tæki aðeins til báta þar sem beitt væri í landi.
Í umræðum á Alþingi kom ekki fram hver væri höfuð ástæðan fyrir því að frumvarpið væri svo gallað sem raun bar vitni. Einn félagsmanna hafði á orði að ekki hefði verið hægt að klúðra þessu ágæta máli með hressilegri hætti. Það væri með ólíkindum að þingmenn hafi ekki gert breytingar á frumvarpinu. Nú stæðu menn andspænis því að hafa sett lög sem engin væri ánægður með. Það hefði örugglega ekki verið meining þeirra sem töluðu fyrir línuívilnun í kosningabaráttunni.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is