Frumvarpið í fyrstu umræðu

Sem þetta er ritað stendur yfir á Alþingi fyrsta umræða um frumvarp sjávarútvegsráðherra um línuívilnun. Við kynningu ráðherrans á frumvarpinu kom í ljós að engu hafði verið breytt í texta þess og stendur því óhaggað að frumvarpið er með því skilyrði að eingöngu þeir sem beita línu í landi fá notið hennar. Þá er ekki stafkrók að finna um sóknardagabátana, en vegna fjölmargra yfirlýsinga höfðu menn gert sér vonir um að þeirra mál yrðu spyrt við þessa opnun fiskveiðilaganna.

Fjölmargir félagsmenn hafa verið í sambandi við skrifstofu LS vegna þessa og ekkert fer á milli mála hver afstaða þeirra er. Óbreytt frumvarp er með öllu óásættanlegt og hefur þar engu skipt hvort viðkomandi beita línu sína í landi eður ei. Þá hefur heldur ekki vafist fyrir þeim sem hringt hafa og eru í krókaaflamarkinu að málefni sóknardagabátanna verði að fylgja pakkanum.

Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið verður því vísað til sjávarútvegsnefndar. Hvers þaðan er að vænta er algerlega á huldu, en á þessari stundu stefnir hraðbyri í að LS lýsi fullri andstöðu við framkomið frumvarp.

  • Línufiskur – verðminna og lakara hráefni? Rýnt í gögn fiskmarkaða
  • Óþolandi árásir á smábátaútgerðina
  • Línuivilnun – Lög
  • Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi telur að lög um línívilnun uppfylli ekki kosningaloforð
  • Alþingi lögfestir línuívilnun
  • Umsögn LS til sjávarútvegsnefndar – línuívilnun
  • Erindi flutt á fundi sjávarútvegsnefndar Alþingis 11. desember
  • Fréttablaðið – Stórútgerðin og sjómannasamtökin hvetja ríkisstjórn til að svíkja kosningaloforð
  • Frumvarpið í fyrstu umræðu
  • Meinbugur á frumvarpi sjávarútvegsráðherra
  • Viðbrögð félagsmanna við frumvarpi um línuívilnun
  • Línuívilnun komin í gættina
  • Grein í Fiskifréttum „Frumskógarlögmál í ferskfisksölu“
  • Krefjast lokunar Eyjafjarðar fyrir dragnótaveiðum
  • Útflutningsverð ferskra ýsuflaka lækkað um 40% á tveimur árum.
  • Ýsu- og lýsuverð með daprasta móti.
  • Vestmannaeyingar ósáttir við uppsagnir skipaskoðunarmanna á landsbyggðinni