Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi telur að lög um línívilnun uppfylli ekki kosningaloforð

Félag smábátaeigenda á Austurlandi
Ályktanir stjórnarfundar 16. desember 2003

Stjórnarfundur haldinn á Reyðarfirði ályktar eftirfarandi:

Línuívilnun
Stjórnin fordæmir þau vinnubrögð sem lýsa sér í afgreiðslu laganna um línuívilnun. Það var alltaf hugmyndin að lögin giltu um dagróðrabáta og ekki yrði gerður munur á hvort línan yrði beitt eða stokkuð upp í landi. Þessi niðurstaða er ekki á nokkurn hátt í samræmi við þær hugmyndir sem lagt var upp með í byrjun. Það ber að fordæma harðlega þá útfærslu að nú eiga menn að keppa um þennan afla þar sem um 4 tímabil og hámarksafla er að ræða. Það geta augljóslega orðið mjög ójöfn skipti en veður, aflabrögð og fleira ófyrirséð getur þar skipt miklu.
Stjórnin telur að þessi lög uppfylli ekki á nokkurn hátt þau kosningaloforð sem gefin voru í vor.

Umfjöllun fjölmiðla
Stjórnin lýsir vonbrigðum með umfjöllun ríkisfjölmiðla í aðdraganda lagasetningarinnar um línuívilnun. Vandaður fréttaflutningur felst í því að draga fram öll sjónarmið í umfjöllun en á það vantaði mikið. Það er von stjórnarinnar að framvegis beri mönnum gæfa til að hafa umföllun eins og eðlilegt má telja.

Ályktandir nokkurra forystumanna í Norðausturkjördæmi
Stjórnin fordæmir harðlega ályktanir bæjarstjóra Fjarðabyggðar, formanns Afls og fleiri forystumanna varðandi línuívilnun.

Dagabátar
Stjórnin krefst þess að strax eftir áramót verði hafist handa við að breyta lögum um dagabáta. Það er öllum ljóst að ávallt hefur þess verið krafist að 23 dagar verði lámarksdagafjöldi. Það er ekki ásættanlegt að þessi hópur báta, sem er tæplega 300, skuli sjá fram á endalok á næsta fiskveiðiári en þá verða leyfðir dagar samtals 18.

Aflamarksbátar
Stjórnin vill benda á slæma stöðu margra aflamarksbáta og beinir því til stjórnmálamanna að brýn þörf er á því að hagur þeirra verði bættur.

Reyðarfirði 16. desember 2003,
Gunnar Hjaltason formaður Reyðarfirði s.474 1242 gunnarre@simnet.is
Árni Jón Sigurðsson Seyðisfirði s.472 1123
Guðni Ársælsson Fáskrúðsfirði s.475 1364
Halldór Gunnlaugsson Neskaupstað s.477 1534
Ívar Björgvinsson Djúpavogi s.478 8856
Kristinn Hjartarson Neskaupstað s.477 1695
Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði s.472 9988 olihall@mmedia.is